10.09.15

Heilsueflandi samfélag á Akureyri

Sjá stærri mynd

Akureyrarbær og Embætti landlæknis gerðu nýlega með sér samstarfssamning um þátttöku Akureyrarbæjar í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Birgir Jakobsson landlæknir og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, undirrituðu samninginn á Akureyri 28. ágúst 2015.

Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.

Með undirritun samningsins bætist Akureyri í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt. Þau eru nú sjö talsins og ná til ríflega helmings íbúa landsins.

Á meðfylgjandi mynd fagna þeir Birgir Jakobsson landlæknir og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, undirritun samstarfs-
samningsins.

Lesa nánar: Heilsueflandi grunnskóli og Heilsueflandi framhaldsskóli

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis

Héðinn Svarfdal Björnsson

verkefnisstjóri

<< Til baka