02.06.15

Hettusótt

Nánari greining liggur nú fyrir hjá einstaklingum sem grunur hefur leikið á að væru með hettusótt.

Sýni frá rúmlega 40 einstaklingum hafa nú verið send á veirufræðideild Landspítala. Hettusótt hefur verið staðfest hjá fjórðungi þeirra (11 einstaklingum) en aðrar orsakir hafa verið fyrir einkennum hinna.

Af þessum 11 einstaklingum er bólusetning staðfest hjá einum þeirra en flestir eru sjúklingarnir fæddir á árunum 1980–1990.

Sóttvarnalæknir mælir áfram með því að einstaklingar sem fæddir eru eftir 1980, sem ekki hafa verið bólusettir eða hafa ekki fengið hettusótt, láti bólusetja sig.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka