Heilsueflandi samfélag í Hafnarfirði
Hafnarfjarðarbær hefur gerst aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Birgir Jakobsson landlæknir og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri undirrituðu samstarfssamning þess efnis í gær 4. mars 2015.
Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu.
Verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, m.a. í gegnum heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.
Þeir fjórir meginþættir sem bærinn mun leggja áherslu á eru:
- hreyfing
- næring
- líðan
- lífsgæði
Samkvæmt Haraldi bæjarstjóra verður fyrst verkefna að fá hafnfirska skóla sem ekki eru skráðir í verkefnið til að gerast virkir þátttakendur í verkefnum Heilsueflandi skóla.
Ítarefni:
Lesa nánar: Heilsueflandi grunnskóli og Heilsueflandi framhaldsskóli
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis
Héðinn Svarfdal Björnsson
verkefnisstjóri Heilsueflandi framhaldsskóla