09.01.15

Málþing. Alþjóðlegir straumar og stefnur í heilsugæslu samtímans.

Embætti landlæknis og Heilsugæsla höfuðborgasvæðisins standa fyrir málþingi í Háskólanum í Reykjavík (stofu M101) þann 21. janúar 2015 undir yfirskriftinni Alþjóðlegir straumar og stefnur í heilsugæslu samtímans.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar flytja erindi á málþinginu, þeir Paul Grundy, læknir og forseti Patient Centered Primary Care Collaborative, og Wienke Boerma, frá Nivel stofnuninni í Hollandi. Að erindum þeirra loknum eru umræður. Sjá Dagskrá og nánar um fyrirlesara.

Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þátttakendur eru beðnir að skrá þátttöku sína hér á vef embættisins: Skráning á málþing.


Jórlaug Heimisdóttir

verkefnisstjóri

<< Til baka