20.10.14

Af bestu lyst 4 komin út

Sjá stærri mynd

Út er komin fjórða bókin í hinum vinsæla bókaflokki Af bestu lyst. Í nýju bókinni eru fjölmargar uppskriftir að hollum og ljúffengum réttum og er ekki síst tekið mið af börnum og barnafjölskyldum.

Áhersla er lögð á að maturinn sé spennandi en líka bragðgóður og heilsusamlegur og ekki íþyngjandi fyrir budduna eða umhverfið.

Bókin hefur að geyma bæði nýstárlegar uppskriftir og hollar útgáfur af hefðbundnum réttum, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera einfaldar um leið og stuðst er við ráðleggingar um mataræði. Uppskriftunum fylgja leiðbeiningar um hvernig megi laga þær að þörfum mjög ungra barna þegar við á.

Heiða Björg Hilmisdóttir, næringarrekstrarfræðingur og deildarstjóri eldhúsa Landspítala, samdi uppskriftirnar. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur ritar inngang að bókinni.

Bókin Af bestu lyst 4 er gefin út í samvinnu Embættis landlæknis, Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins og kemur út hjá Vöku-Helgafelli.

Elva Gísladóttir
Hólmfríður Þorgeirsdóttir
verkefnisstjórar næringar

<< Til baka