07.10.14

Mengun frá eldgosinu víða um land

SO2 mengun frá eldgosinu í Holuhrauni hefur nú verið að mælast víða á landinu eins og búast mátti við. Hæsti styrkur SO2 mældist 5.800 microgrömm/m3 þann 1. október í Reykjahlíð en þessi toppur stóð stutt yfir. Engin alvarleg heilsufarsáhrif hafa sést samfara þessari hækkun á SO2.

Sóttvarnalæknir telur að miðað við þann styrk SO2 sem mælst hefur á landinu að undanförnu (einkum á Norð-Austurlandi) þá sé ekki ástæða til að óttast alvarleg heilsufarsleg áhrif SO2 mengunar.

Umhverfisstofnun fylgist náið með styrkt SO2 víða á landinu og er fólk hvatt til að fylgja áður útgefnum ráðleggingum sóttvarnalæknis, Umhverfisstofnunar og almannavarna. Einnig eru einstaklingar sem telja sig finna fyrir óþægindum af völdum SO2 mengunar hvattir til að hafa samband við heilsugæsluna.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka