18.12.13

Enn fást aukaskammtar af bóluefni gegn árlegri inflúensu

Eins og áður hefur komið fram þá hefur verið skortur á bóluefni gegn inflúensu hér á landi og fengust aukalega 2 þús. skammtar hingað til lands nú fyrir nokkru.

Nú hafa 3 þús. skammtar af inflúensubóluefni bæst við og ættu því allir, sem vilja láta bólusetja sig, að geta fengið bólusetningu.

Fólki er bent á að hafa samband við heilsugæsluna varðandi bólusetningu gegn inflúensu.

Enn hefur inflúensa ekki greinst hér á landi.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka