03.12.13

Skortur á bóluefni gegn inflúensu

Sjá stærri mynd

Mikil ásókn hefur verið í inflúensubólusetningu á undanförnum vikum. Nú bregður svo við að allt bóluefni er uppurið í landinu en í haust hafa 60.000 skammtar verið seldir. Á undanförnum árum hafa um 50.000-55.000 skammtar verið seldir á hverjum vetri þannig að áhugi landsmanna á inflúensubólusetningu hefur aukist til muna.

Verið er að reyna að fá um 5.000 skammta aukalega af inflúensubólefni en á þessari stundu er ekki vitað hvenær bóluefnið verður tilbúið til afhendingar. Það verður auglýst nánar þegar þar að kemur.

Ennþá hefur inflúensan ekki greinst hér á landi á þessum vetri en fregnir af einstaka tilfellum hafa borist frá nálægum löndum.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka