10.09.13

Málþing um geðrækt í framhaldsskólum

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis stendur fyrir málþingi um geðrækt þann 20. september næstkomandi í tilefni þess að margir framhaldsskólar eru nú að hefja þemaár geðræktar á vegum verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli.

Heilsueflandi framhaldsskóli er samstarfsverkefni Embættis landlæknis og framhaldsskóla landsins sem miðar að því að efla heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks. Málþingið verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut í Reykjavík frá kl. 10:00 til 16:00.

Á málþinginu verður boðið upp á fyrirlestra þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar og næstu skref innan Heilsueflandi framhaldsskóla. Einnig verða fræðsluerindi þar sem sagt verður frá reynslu eins framhaldsskóla af geðræktarárinu og ný þjónusta kynnt sem framhaldsskólum býðst til þess að framkvæma sjálfsmat á líðan og skólabrag.

Eftir hádegi verður vinnustofa um geðrækt þar sem farið verður yfir gátlista fyrir komandi geðræktarár, leiðsögn veitt og spurningum svarað.

Þátttökugjald er 3.000 krónur, innifalið er kaffi, ávextir og léttur hádegisverður. Nauðsynlegt er að greiða skráningargjald með kreditkorti.

Lesa nánar: Dagskrá (PDF)

Skráning á málþingið 

Upplýsingar um ráðstefnuna eru einnig á Facebook


Sigrún Daníelsdóttir

verkefnisstjóri geðræktar

 

<< Til baka