25.09.12

Samband drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu

Þann 20. september sl. birti Evrópska Sóttvarnastofnunin (ECDC) niðurstöðu VAESCO rannsóknarhópsins á tengslum drómasýki við bólusetningu með Pandemrix bóluefninu. Um er að ræða samevrópska rannsókn átta landa (Danmerkur, Finnlands, Ítalu, Hollands, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands og Frakklands).

Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að marktækt samband sást á milli bólusetningarinnar og drómasýki hjá einstaklingum yngri en 20 ára í Finnlandi og Svíþjóð en ekki í hinum löndunum. Hjá eldri einstaklingum var samband drómasýki og bólusetningar ekki marktækt nema í Frakklandi.

Ísland tók ekki þátt í þessari rannsókn en eins og áður hefur komið fram þá sást ekki marktækt samband bólusetningar hér á landi við drómasýki (sjá nánar á heimasíðu embætti landlæknis).

Sóttvarnalæknir

<< Til baka