31.03.09

Klínískar leiðbeiningar um meðferð við reykingum

Vakin er athygli á því að út eru komin drög klínískra leiðbeininga um meðferð við reykingum hjá Landlæknisembættinu. Leiðbeiningarnar eru birtar sem drög til umsagna en faglegar athugasemdir þurfa að berast fyrir 6. maí nk.

Markmiðið með gerð íslensku leiðbeininganna er að efla heilbrigðisstarfsfólk í að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Vonast er til að þannig muni fleiri reykingamönnum standa til boða aðstoð heilbrigðisstarfsfólks við að hætta tóbaksnotkun.

Að tilstuðlan Landlæknisembættisins var fyrir þremur árum stofnaður vinnuhópur til að annast gerð leiðbeininganna en þær eru birtar nú sem drög til umsagna.
Sjá nánar á vefsíðu Landlæknisembættisins

<< Til baka