17.02.04

Notkun tölvupósts við sendingu viðkvæmra upplýsinga

Landlæknir gaf 12. febrúar sl. út tilmæli til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana, heilsugæslustöðva og læknastofa þar sem ítrekað er að ekki skuli nota tölvupóst við sendingu á sjúkraskrám eða öðrum viðkvæmum upplýsingum þar til komið hefur verið á sérstökum öruggum flutningsleiðum fyrir rafræn skilaboð.

Eftir sem áður er þó ekkert því til fyrirstöðu að tímapantanir eða almennar upplýsingar frá lækni til sjúklings eða tímapantanir sjúklings fari fram um tölvupóst, svo fremi sjúklingi sé ljóst að ekki er hægt að tryggja öryggi slíkra boðskipta fullkomlega.

Sjá nánar: Tilmæli landlæknis um notkun tölvupósts

"

<< Til baka