25.10.07

Sigurður Guðmundsson landlæknir kominn aftur til starfa

Í dag tekur Sigurður Guðmundsson landlæknir aftur við starfi sínu eftir ársleyfi frá störfum. Hann hefur síðastliðið ár starfað í Malawi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Snæbjörnsdóttur, hjúkrunarfræðingi og framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay-svæðinu.

Í fjarveru Sigurðar gegndi Matthías Halldórsson starfi landlæknis, en hann tekur nú aftur við fyrra starfi sem aðstoðarlandlæknir.

<< Til baka