02.06.08

Handbók um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu

Landlæknisembættið hefur gefið út vandaða handbók með klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Leiðbeiningarnar eru þýddar og staðfærðar úr leiðbeiningum frá National Institute for Clinical Excellence (NICE), Antenatal care - routine care for the healthy pregnant woman, sem komu út 2003.

Leiðbeiningarnar eru samantekt klínísku leiðbeininganna frá NICE og vísa í ensku heildarútgáfuna um rökstuðning og rannsóknir sem liggja að baki. Þær eru gefnar út í lausblaðamöppu þannig að hægt er að bæta við eða skipta út efni sem breytist í ljósi nýrrar þekkingar. Einnig fylgir með möppunni plastað spjald með yfirliti yfir áhersluatriði skoðana til hægðarauka fyrir þá sem sinna meðgönguvernd. Sjá nánar í Dreifibréfi nr. 5/2008.

Hægt er að panta möppuna "Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu" í póstkröfu á skrifstofu Landlæknisembættisins í síma 510-1900 eða á tölvupóstfanginu mottaka@landlaeknir.is og er verð möppunnar krónur 4000 fyrir utan póstkostnað.

Sjá einnig: Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu (PDF).

Anna Björg Aradóttir yfirhjúkrunarfræðingur
Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir, verkefnisstjóri

<< Til baka