18.05.10

Öruggt samfélag - Seltjarnarnes fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt

Á morgun hefst á Grand hóteli alþjóðleg ráðstefna Lýðheilsustöðvar og fleiri um örugg samfélög. Á ráðstefnunni verður m.a. athöfn þar sem gengið er frá því formlega að Lýðheilsustöð sé miðstöð fyrir Örugg samfélög á Íslandi. Nýverið samþykkti Seltjarnarnesbær að starfa í anda Öruggs samfélags og er fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem það gerir.

Þrátt fyrir gosið í Eyjafjallajökli koma þó nokkuð margir þátttakendur frá útlöndum. Jafnt erlendir sem innlendir fyrirlesarar flytja mörg áhugaverð erindi um málefni sem snerta öryggi og slysavarnir, s.s. um öryggi barna, öryggi skólum, öryggi aldraðra, á heimilum, í umferðinni, á vinnustaðnum sem og forvarnir gegn sjálfsvígum og ofbeldi.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar og þótt formlegri skráningu hafi lokið í gær þá er tekið við skráningum fram eftir degi í dag.

<< Til baka