29.04.11

Lýðheilsustöð fer undir Embætti landlæknis

Embætti landlæknis tekur frá 1. maí 2011 við eignum Lýðheilsustöðvar sem og réttindum og skyldum hennar að því er varðar framkvæmd þeirra laga sem falla undir málefnasvið hennar á þeim tíma.

Starfsemi stöðvarinnar og flestir starfsmenn flytja til Embættis landlæknis frá sama tíma. Fréttaflutningur frá starfseminni verður á vef embættis landlæknis en allt efni Lýðheilsustöðvar verður aðgengilegt á vef stöðvarinnar þar til nýr vefur verður opnaður með efni beggja stofnanna.

Verið er að vinna í því að finna húsnæði fyrir embætti landlæknis en þar til af flutningi verður þá verða fyrrum starfsmenn Lýðheilsustöðvar með aðsetur áfram á Laugavegi 116 og Landlæknis á Seltjarnarnesi. Símanúmer og netföng starfsmanna verða óbreytt þar til af flutningi verður.

 

<< Til baka