26.10.10

Lyfjagjafir í grunnskólum

Landlæknisembættið hefur birt leiðbeiningar um tilhögun lyfjagjafa til nemenda í grunnskólum, sjá vef Landlæknisembættisins: Lyfjagjafir í skólum. Ljóst er að ákveðinn fjöldi nemenda þarf á lyfjagjöf að halda vegna heilsufarsvanda.

Úttekt á þörf nemenda fyrir lyf á skólatíma sýnir að það eru ekki margir nemendur sem þurfa að taka lyf á skólatíma. Landlæknisembættið telur því að skýrar og einfaldar reglur um aðkomu starfsfólks skóla og heilsugæslu að lyfjagjöf séu nauðsynlegar. Einnig að þær séu settar fram á þann hátt að þær verði ekki íþyngjandi.

Mikilvægt er að gott samstarf sé við foreldra varðandi lyfjagjafir nemenda og að hlutverk skólans hvað lyfjagjafir varðar sé öllum ljóst.

Anna Björg Aradóttir
yfirhjúkrunarfræðingur

 

<< Til baka