05.05.11

Lyfjastofnun tekur við eftirliti með lækningatækjum

Frá og með 1. maí sl. fluttist eftirlit með lækningatækjum frá landlækni til Lyfjastofnunar. Þeim sem málið varðar er bent á að senda erindi sem tengjast lækningatækjum á netfangið laekningataeki@lyfjastofnun.is.

Breyting þessi var gerð með lögum nr. 28/2011 um breytingu á lögum nr. 41/2007 um landækni sem jafnframt fól í sér breytingu á lögum nr. 16/2001 um lækningatæki.

<< Til baka