21.10.11

Umferðaröryggi barna og tannvernd

Embætti landlæknis sendi í þessari viku dreifibréf til allra skólahjúkrunarfræðinga í landinu ásamt endurskinsmerkjum handa nemendum í 2. og 3. bekk grunnskóla.

Göngum örugg í skólannEndurskinsmerkjunum er ætlað að auka öryggi barnanna í umferðinni en eru jafnframt áminningarspjald um tannvernd. Í bréfinu er þess farið á leit að skólahjúkrunarfræðingar dreifi merkjunum til barnanna og veiti þeim um leið fræðslu um umferðaröryggi og tannvernd.

Nú fara dimmir dagar í hönd og því er brýnt að börnin sjáist vel í umferðinni. Með endurskinsmerki sjást þau fimm sinnum fyrr en án merkis.

Endurskinsmerkinu er enn fremur ætlað að minna á hversu mikilvægt er að börn tileinki sér góðar tannheilsuvenjur með aðstoð hinna fullorðnu þar sem nýuppkomnar fullorðinstennur hjá börnum eru sérlega viðkvæmar fyrir tannskemmdum.

Dreifibréf um umferðaröryggi barna og tannvernd

Jóhanna Laufey Ólafsdóttir
Verkefnisstjóri tannverndar

 

 

<< Til baka