16.11.11

Streita og kvíði barna, einkenni og úrræði

Morgunverðarfundur um efnið „Streita og kvíði barna, einkenni og úrræði" verður haldinn á vegum samstarfshópsins Náum áttum miðvikudaginn 23. nóvember 2011 á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:15-10:00.

Dagskráin er á þessa leið:


1.Lárus Blöndal, sálfræðingur, SÁÁ, Von
... en pabbi minn er ekki róni!
Um börn alkóhólista og kynning á sálfræðiþjónustu SÁÁ fyrir börn alkóhólista


2.Berglind Brynjólfsdóttir og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingar á Barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL
Þróun og birtingarmynd kvíða


3.Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur á þjónustumiðstöð Breiðholts
Kvíði skólabarna, forvarnir og inngrip


Fundarstjóri: Salbjörg Bjarnadóttir

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Í lok fundar verða opnar umræður.

Skráning fer fram á síðu http://iogt.is/ í síðasta lagi kl. 17, þriðjudaginn 22. nóvember 2011.

Þátttökugjald er kr. 1500 sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er innifalinn í gjaldinu.

 

Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri
Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri

 

<< Til baka