30.01.12

Mjólkuriðnaðurinn hvattur til að bæta D vítamíni í mjólk og mjólkurvörur

Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af D-vítamíni úr fæðunni og að styrkur D?vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir ráðlögðum dagskammti.

Sérstaklega er það áberandi að vetri til þegar sól er lágt á lofti og D?vítamín nær ekki að myndast í húðinni. Nýbirtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði styðja þetta og sýna að neysla D-vítamíns er langt undir ráðleggingum hjá þorra þjóðarinnar og öllum þeim sem ekki taka lýsi eða annan D-vítamíngjafa að staðaldri.

Embætti landlæknis hvetur því mjókuriðnaðinn til að bæta 10 míkrógrömmum (µg) af D-vítamíni í hvern lítra af mjólk og mjólkurvörum til að auðvelda fleirum að fá nægilegt D-vítamín. Áfram er fólki ráðlagt að taka þorskalýsi (5 ml) eða annan D-vítamíngjafa.

 

Ítarefni:

Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Lýðheilsustöð 2006. 

Ekki gleyma D‐vítamíninu ‐ þú færð ekki nóg úr matnum. Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. 

Þarf að D-vítamínbæta íslensk matvæli? Fyrirlestur Laufeyjar Steingrímsdóttur prófessors í næringarfræði við Háskóla Íslands á matvæladegi MNÍ 2011. 

Hvað borða Íslendingar? Könnun á mataræði Íslendinga 2010-2011 – helstu niðurstöður.

 

Elva Gísladóttir 

Hólmfríður Þorgeirsdóttir 

næringarfræðingar hjá Embætti landlæknis 

 

 

<< Til baka