Erlent samstarf

Embætti landlæknis tekur þátt í mörgum Evrópuverkefnum sem öll bera sameiginlega heitið Joint Action. Verkefnin, sem eru á vegum Evrópusambandsins (ESB), ná til samstarfs milli Evrópuþjóða innan ESB og EES á margvíslegum sviðum heilbrigðismála. Meðal slíkra verkefna er:

 CHRODIS

Evrópuverkefnið Joint action on chronic diseases and promoting healthy ageing across the life-cycle (CHRODIS).

Meginmarkmið CHRODIS  er að safna saman upplýsingum um árangursríkar leiðir til að fyrirbyggja og meðhöndla þá langvinnu sjúkdóma sem þarna vega hvað þyngst, þ.e. hjarta- og æðasjúkdóma, heilablóðfall og sykursýki af tegund 2.

Embætti landlæknis tekur þátt í þremur vinnuhópum innan verkefnisins. 

Verkefnið hófst í byrjun árs 2014 og því mun ljúka í mars 2017. Nánari upplýsingar á vef CHRODIS. 

 

RARHA

RARHA merki

 

 

Evrópuverkefnið Joint Action – Reducing Alcohol Related Harm (RARHA) hefur að markmiði að draga úr skaðlegum áhrifum tengdum áfengisneyslu á aðra en þann sem neytir þess.

Aðaláherslur verkefnisins eru: 

  • Vinna gögn um magn og mynstur áfengisneyslu sem eru samanburðarhæf milli landa. Samhliða þessu er reynt að meta skaðleg áhrif vegna eigin áfengisneyslu eða neyslu annarra. (Vinnuhópur 4).
  • Stuðla að samstöðu um meginreglur varðandi innihald leiðbeininga um hófdrykkju eða áhættusama drykkju til að draga úr skaða af völdum áfengis.
  • Að greiða fyrir því að heilbrigðisyfirvöld einstakra landa skiptist á upplýsingum sín í milli um góðar starfsaðferðir með því að útbúa dæmi um árangursríka notkun upplýsinga/fræðslu til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu.

Embætti landlæknis hefur tekið beinan þátt í vinnuhópi 4 sem undirbýr sameiginlegan og samanburðarhæfan gagnagrunn um umfang áfengisneyslu og neyslumynstur í Evrópu. Auk þess hefur embættið tekið þátt í þróun leiðbeininga um fræðslu og hófdrykkju.

Evrópuverkefninu, sem fór af stað árið 2014, lýkur formlega í árslok 2016. Í samræmi við ofantaldar aðaláherslur verkefnisins voru í október 2016 gefnar út tvennar leiðbeiningar, annars vegar um hófdrykkju og hins vegar um bestu leiðir í upplýsingagjöf til almennings, skólafræðslu og snemmtækri íhlutun.

Leiðbeiningarnar, sem eru gefnar út á ensku á vef RARHA-verkefnisins, má nálgast hér:


Joint Action for Mental Health and Well-Being

 

 

 

Evrópuverkefnið Joint Action for Mental Health and Well-Being (JAMHWB) stóð yfir frá 2013 til ársins 2016, en markmið þess var að stuðla að og efla geðrækt og almenna vellíðan, koma í veg fyrir geðraskanir og bæta meðferð og félagslega aðlögun þeirra sem þjást af alvarlegum geðsjúkdómum.

Embætti landlæknis tók þátt í tveimur vinnuhópum innan verkefnisins sem unnu annars vegar að geðheilsu í allar stefnur (Mental Health in All Policies) og hins vegar að geðrækt í skólum.

Verkefninu er fylgt eftir með evrópska verkefninu EU Compass for Mental Health and Well-being, sem stendur frá 2015 til 2018. 

Nánari upplýsingar á vef verkefnisins.

 

SHIPSAN Joint Action


Shipsan. Merki

 

 

 

Embætti landlæknis tekur þátt í Evrópuverkefninu Shipsan Joint Action sem hefur þann tilgang til að auka öryggi þjóða heimsins og sjófarenda með því að samræma kröfur um hreinlæti í millilandaskipum, efla skipaskoðanir og aðstoða við innleiðingu Alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar í höfnum.

Ísland er virkur þátttakandi í verkefninu ásamt 24 öðrum löndum í Evrópu en því er stjórnað frá Grikklandi. Á vegum þess eru haldin þjálfunarnámskeið fyrir heilbrigðisfulltrúa sem annast skipaskoðanir og hafa þrír íslenskir heilbrigðisfulltrúar lokið þeirri þjálfun.

Verkefnið stóð í þrjú ár og lauk árið 2016. Nánari upplýsingar á vef SHIPSAN ACT.

Síðast uppfært 26.05.2017