Erlent samstarf

Embætti landlæknis tekur þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi með alþjóðastofnunum og samtökum á Norðurlöndum, í Evrópu og á heimsvísu.

Norrænt samstarf

 • Utanspítalaþjónusta á Norðurlöndum. Vinnuhópurinn Nordisk samarbeid om standardisering, datainnsamling og benchmarking av prehospitale tjenester staðlar viðmið og safnar gögnum svo hægt sé að mæla, meta og bera saman utanspítalaþjónustu á Norðurlöndunum.

 • Svalbarðahópurinn. Sóttvarnalæknir er fulltrúi Íslands í norrænum samstarfshópi um viðbúnað við heilsuvá ásamt fulltrúa frá Landspítala.

 • Hópur um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi (One Health Strategy Group), bóluefni, sjaldgæf mótefni og anti-toxín. Sóttvarnalæknir er fulltrúi Íslands í hópunum.
 • Heilbrigðisupplýsingasvið vinnur og sendir árlega tölulegt efni í fjölþjóðagagnagrunna. Má þar nefna Health For All Database (HFA-DB) sem haldinn er hjá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), heilbrigðistölfræðigrunn OECD, gagnagrunn Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) sem og til NOMESKO, Norrænnar nefndar um heilbrigðistölfræði. Sviðið leggur einnig fram gögn til vinnu við þróun gæðavísa á heilbrigðissviði hjá OECD.

 • Embætti landlæknis tekur þátt fyrir hönd Íslands í starfi Working Party on Health Care Quality and Outcomes (HCQO), en það er hópur skipaður fulltrúum allra aðildarríkja OECD sem sinnir rýni og ráðgjöf gagnvart stofnuninni varðandi val á gæðavísum, söfnun gagna, túlkun þeirra og miðlun.

 • NOMESKO & NOSOSKO eru norrænar nefndir um heilbrigðis- og velferðarmál sem hafa það markmið að þróa og birta samanburðarhæfar tölulegar upplýsingar um stöðuna í þessum tveim málaflokkum á Norðurlöndunum. Þann 21. júní 2021 var tekinn í notkun ný vefsíða NOMESKO & NOSOSKO þar sem aðgengi að tölulegum upplýsingum er bætt og samanburður á milli Norðurlandanna auðveldaður til muna. Vefsíðan inniheldur einnig þemaskýrslur þar sem fjallað er um ýmis málefni á sviði heilbrigðis- og velferðarmála sem eru í deiglunni hverju sinni. 

  Upplýsingar sem finna má á vefsíðunni eru m.a. tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, upplýsingar um notkun tiltekinna lyfja, tíðni örorku, fæðinga- og dánartíðni, fæðingarorlof feðra, lífeyrismál og skipulag heilbrigðis- og félagsþjónustu.

  Embætti landlæknis, í gegnum þátttöku í NOMESKO og í samvinnu við félagsmálaráðuneytið (NOSOSKO), kom að þróun hinnar nýju vefsíðu. Uppruni þeirra tölfræðiupplýsinga sem finna má á vefsíðunni er hjá hagstofum Norðurlandanna auk hinna ýmsu stofnana í hverju landi fyrir sig. Gögn fyrir Ísland koma m.a. frá embætti landlæknis, Lyfjastofnun, Hagstofu Íslands, Tryggingastofnun og Krabbameinsskrá.

   

 • Norræna skráningarmiðstöðin (Nordisk senter for klassifikationer i helsetjenesten) Miðstöðin er viðurkennt samstarfssetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á sviði flokkunarkerfa (Collaborating Centre in Nordic Countries for the WHO Family of International Classifications, WHO -FIC). Þar er unnið að samhæfingu varðandi skráningu í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum á grunni alþjóðlegra og norrænna flokkunarkerfa. Á vegum miðstöðvarinnar er virk þátttaka í þróun alþjóðlegra flokkunarkerfa WHO, bæði með stjórnarsetu vegna WHO-FIC og beinni þátttöku í þróun þeirra.

 • Heilbrigðisupplýsingatækni (Nordic Council of Ministers eHealth Group).stýrihópur um eHealth, á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar (MR-S). Hvert land á einn fulltrúa í stýrihópnum og var fulltrúi Íslands settur formaður hópsins frá maí 2019-desember 2020. Tilgangur hópsins er að styðja við Norrænt samstarf í upplýsingatækni á heilbrigðissviði. Nefndin hefur starfað frá árinu 2011.

 • Samræming staðla (Nordic eHealth Research Network (NeRN). Undirhópur Nordic Council of Ministers eHealth Group, sem vinnur að samræmingu á stöðlum til að hægt sé að fá raunhæfan samanburð á stöðu upplýsingatækni á heilbrigðissviði á milli Norðurlandanna til notkunar fyrir stefnumótun stjórnvalda í þeim málum. Starfsmaður miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna (MRH) er fulltrúi Íslands í hópnum sem hefur starfað frá árinu 2012.

 • Samræming staðla fyrir miðlun sjúkraskrárupplýsinga (Nordic eHealth Standardization Group) er undirhópur Nordic Council of Ministers eHealth Group og vinnur að samræmingu á stöðlum er viðkoma miðlun sjúkraskrárupplýsinga á milli aðila í heilbrigðisþjónustu, sem og skráningu í sjúkraskrár.MRH á tvo fulltrúa fulltrúa í hópnum, sem hefur starfað frá árinu 2019.

 • Fjarheilbrigðisþjónusta (VOPD Working Group) Samstarfsverkefni á milli Norðurlandanna á vegum Nordic Council of Ministers um fjarheilbrigðisþjónustu. Verkefninu er ætlað að bera kennsl á vel virkandi lausnir, sem styðja við fjarheilbrigðisþjónustu og finna leiðir til að ýta undir notkun þeirra.

 • Starfsleyfi löggiltra heilbrigðisstétta. Samstarf um starfsleyfi löggiltra heilbrigðisstétta sem byggir á samningi landanna um gagnkvæma viðurkenningu á starfsleyfum heilbrigðisstarfsmanna.

 • Norrænu líffæraígræðslusamtökin Scandiatransplant.

 • Norrænt samstarf um áfengis- og vímuvarnir
 • Norrænt samstarf um geðheilsu og vellíðan
 • Norrænt samstarf um sjálfsvígsforvarnir
 • Norrænt samstarf um næringu
 • Norrænt samstarf á sviði hreyfingar
 • Norrænt samstarf á sviði tóbaksvarna

Evrópusamstarf

 • EPSO (European Partnership for Supervisory Organisations in Health Services and Social Care) er óformlegur samstarfsvettvangur eftirlitsstofnana í Evrópu.

 • Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC -The European Centre for Disease Prevention and Control), sem grein, metur og miðlar upplýsingum um smitsjúkdóma. Stofnunin starfar með stofnunum innan Evrópu og á heimsvísu.

 • PaRIS-verkefni (Patient- Reported Indicators Survey). Alþjóðleg könnun á útkomu og reynslu sjúklinga með langvinnan heilsufarsvanda (An International Survey on Outcome and Experiences of Patients with Chronic Conditions).

 • Stýrihópur Evrópusambandsins um heilsueflingu og forvarnir (European Commission Steering Group on Health Promotion, Disease Prevention and Management of Non-Communicable Diseases (SGPP).

 • Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Samstarf styrktaráætlunar Evrópusambandsins í heilbrigðismálum (EU Health programme 2014 – 2020. National focal point meeting).

 • Evrópskt samstarf á sviði tóbaksvarna. Joint action on Tobacco (JATC).

 • Samstarf um áfengis- og vímuvarnir—Pompidou

 • Evrópuverkefnið UPRIGHT sem stóð frá janúar 2018 til desember 2021. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa námsefni fyrir unglinga, sem stuðlar að vellíðan með því að efla seiglu þeirra og getu til að takast á við krefjandi verkefni unglingsáranna. Embættið leiddi vinnupakka 6; Dissemination, outreach and policy recommendations. Nánari upplýsingar.

 • Evrópska Matvæla– og öryggisstofnunin (EFSA). Scientific Network on Food Consumption Data.

 • Samstarf um hreyfingu til heilsubótar. HEPA Europe.

 • Samtök um heilsueflandi skóla í Evrópu (Schools for Health in Europe Network Foundation, SHE).

 • Evrópusamtök um jákvæða sálfræði (European Network for Positive Psychology).

Alþjóðlegt samstarf

 • Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO). Sóttvarnalæknir er lögum samkvæmt landstengiliður við alþjóðaheilbrigðisreglugerðina, sem er skuldbindandi samningur á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann hefur sem slíkur það hlutverk að taka við aðvörunum frá WHO og sjá til þess að til viðeigandi sóttvarnaráðstafana sé gripið. Þá skal hann einnig koma áleiðis til WHO upplýsingum um atburði sem ógna lýðheilsunni hér á landi er varða alþjóðasamfélagið.

 • Samstarf við heilbrigðistölfræði gagna-grunninn Health For All Database (HFA-DB) sem haldinn er hjá Evrópuskrifstofu WHO.

 • Gagnamiðlun í heilbrigðistölfræðigrunn OECD.

 • Samstarf á sviði næringar hjá WHO.

 • Vinnuhópur OECD varðandi val á gæðavísum, söfnun gagna, túlkun þeirra og miðlun (Working Party on Health Care Quality and Outcomes). Hópur sinnir rýni, ráðgjöf og miðlun gagnvart stofnuninni.

 • Alþjóðlegt fagorðasafn. Samstarf við alþjóðlegu samtökin SNOMED-CT International, sem eiga og reka eitt stærsta alþjóðlega fagorðasafn á sviði heilbrigðismála sem er í notkun í dag

Síðast uppfært 05.05.2022