Sjúkdómar - tölur

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis safnar og vinnur upplýsingar um sjúkdóma frá ýmsum aðilum innan heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt ákvörðun landlæknis var 10. útgáfa flokkunarkerfis Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar um sjúkdóma og skyld heilbrigðisvandamál, ICD-10 (International Classification of Diseases and Related Conditions, Rev. 10), tekin upp hér á landi í ársbyrjun 1997 og eru sjúkdómsgreiningar skráðar samkvæmt því flokkunarkerfi. 

Nánar um ICD-10.

Framsetning talna um sjúkdóma styðst við alþjóðlegan stuttlista, svonefndan International Shortlist for Hospital Morbidity Tabulation (ISHMT), en hann byggir á ICD-10 flokkunarkerfinu.

ISHMT-listinn er afrakstur fjölþjóðlegs samstarfs á vegum Evrópusambandsins í viðleitni til að samræma framsetningu á sjúkrahúsatölfræði og þar með auðvelda samanburð milli landa.

Á árinu 2005 samþykktu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), Hagstofa Evrópubandalagsins (Eurostat) og Norræna heilbrigðistölfræðiráðið (NOMESCO) að nota þennan lista við framsetningu sjúkrahúsatölfræði á þeirra vegum. Nánari upplýsingar, ásamt listanum í heild er að finna á vefsetri WHO.

Síðast uppfært 13.03.2020