Tóbaksnotkun - tölur

Sjá stærri mynd

Árlegar kannanir á umfangi reykinga

Á hverju ári eru framkvæmdar kannanir á umfangi reykinga Íslendinga á aldrinum 18–89 ára fyrir Embætti landlæknis.

Kannanirnar voru framkvæmdar með samræmdum hætti á árunum 1989-2015. Þá voru að jafnaði framkvæmdar þrjár til fjórar kannanir á ári og niðurstöður úr þeim dregnar saman í eina ársskýrslu. Kannanirnar voru gerðar í síma en frá árinu 2011 voru samhliða gerðar tilraunir með netkannanir.

Frá árinu 2016 hefur umfang reykinga verið kannað samhliða öðrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Netkannanir eru lagðar fyrir úrtak úr viðhorfahópi Gallup allt árið um kring og er að minnsta kosti 4.000 svörum safnað árlega. Viðhorfahópurinn samanstendur af um 24.000 einstaklingum sem valdir hafa verið með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá.

Frá árinu 2004 hefur Gallup séð um framkvæmd kannana á umfangi reykinga.

Síðast uppfært 29.05.2019