Lýðheilsuvakt – tölur

Andleg heilsa - slæm. Hlutfall fullorðinna sem metur andlega heilsu sína sæmilega eða lélega

Líkamleg heilsa – slæm. Hlutfall fullorðinna sem metur líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega

Stuttur svefn. Hlutfall fullorðinna sem sefur að jafnaði 6 klukkustundir eða minna á nóttu

Velsæld. Hlutfall fullorðinna sem skorar 31-35 á velsældarkvarðanum SWEMWBS (kvarði 7-35)

Hamingja. Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína að minnsta kosti 8 á skalanum 1-10

Streita. Hlutfall fullorðinna sem finnur oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi

Einmanaleiki. Hlutfall fullorðinna sem finnur oft eða mjög oft fyrir einmanaleika

Ávaxtaneysla. Hlutfall fullorðinna sem neytir ávaxta eða berja einu sinni á dag eða oftar

Grænmetisneysla. Hlutfall fullorðinna sem neytir grænmetis einu sinni á dag eða oftar

Neysla sykraðra gosdrykkja. Hlutfall fullorðinna sem neytir sykraðra gosdrykkja einu sinni á dag eða oftar

Neysla sykurlausra gosdrykkja. Hlutfall fullorðinna sem neytir sykurlausra gosdrykkja einu sinni á dag eða oftar

Neysla orkudrykkja. Hlutfall fullorðinna sem neytir orkudrykkja einu sinni á dag eða oftar

Virkur ferðamáti. Hlutfall fullorðinna sem hjólar eða gengur þrisvar sinnum í viku eða oftar til vinnu eða skóla

Lítil röskleg hreyfing. Hlutfall fullorðinna sem stundar miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í eina klukkustund eða minna á viku

Áfengisdrykkja. Hlutfall fullorðinna sem hefur drukkið a.m.k. eitt glas af áfengum drykk einu sinni í viku eða oftar síðustu 30 daga

Ölvunardrykkja. Hlutfall fullorðinna sem hefur drukkið 5 eða fleiri áfenga drykki einu sinni eða oftar síðustu 30 daga

Reykja daglega. Hlutfall fullorðinna sem reykir daglega

 

Um Lýðheilsuvaktina

Lýðheilsuvaktin er mánaðarleg vöktun á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna Íslendinga og þróun helstu áhrifaþátta heilbrigðis.

Byggt er á mánaðarlegri netkönnun sem Gallup framkvæmir fyrir embætti landlæknis. Mánaðarlega er tekið slembiúrtak, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup. Ef ekki er hægt að taka nógu stórt úrtak fyrir hvert heilbrigðisumdæmi er tekið slembiúrtak úr þjóðskrá innan þess svæðis. Í hverjum mánuði veljast um 800 einstaklingar til þátttöku og hefur þátttökuhlutfallið verið rúmlega 50% undanfarin ár.

Túlkun á niðurstöðum

Við túlkun á niðurstöðum Lýðheilsuvaktarinnar ber að hafa í huga að um úrtakskönnun er að ræða. Í úrtakskönnunum getur komið fram flökt enda innihalda niðurstöðurnar ekki mælingar á öllum landsmönnum heldur á slembiúrtaki sem á þó að endurspegla þjóðina. Þá getur kerfisbundin skekkja einnig verið fyrir hendi, t.d. ef þeir sem hafna þátttöku eru að einhverju leyti frábrugðnir þeim sem taka þátt. Rétt er að taka fram að spurningalistinn er einungis sendur út á íslensku og nær lýðheilsuvaktin því aðeins til þeirra sem geta svarað spurningalista á íslensku.

Í Lýðheilsuvaktinni eru hlutföll vigtuð til að endurspegla aldurs- og kynjasamsetningu þjóðarinnar. Eru niðurstöður sýndar með 95% vikmörkum til að gefa til kynna óvissuna að baki mælingunni. Fjöldi í hóp/úrtaki hefur áhrif á stærð vikmarka.

Dæmi um túlkun: Ef hlutfall mælist 8,0% og vikmörkin +/-1,3% þá er hægt að fullyrða með 95% vissu að hlutfallið í þýði sé á bilinu 6,7% (8,0-1,3) til 9,3% (8,0+1,3).

Síðast uppfært 20.12.2022