Fara beint í efnið

Lýðheilsuvaktin

Lýðheilsuvaktin er mánaðarleg vöktun á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna Íslendinga og þróun helstu áhrifaþátta heilbrigðis.

Lýðheilsuvakt - tölur

Andleg heilsa - slæm. Hlutfall fullorðinna sem metur andlega heilsu sína sæmilega eða lélega

Líkamleg heilsa – slæm. Hlutfall fullorðinna sem metur líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega

Stuttur svefn. Hlutfall fullorðinna sem sefur að jafnaði 6 klukkustundir eða minna á nóttu

Velsæld. Hlutfall fullorðinna sem skorar 31-35 á velsældarkvarðanum SWEMWBS (kvarði 7-35)

Hamingja. Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína að minnsta kosti 8 á skalanum 1-10

Streita. Hlutfall fullorðinna sem finnur oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi

Einmanaleiki. Hlutfall fullorðinna sem finnur oft eða mjög oft fyrir einmanaleika

Ávaxtaneysla. Hlutfall fullorðinna sem neytir ávaxta eða berja einu sinni á dag eða oftar

Grænmetisneysla. Hlutfall fullorðinna sem neytir grænmetis einu sinni á dag eða oftar

Neysla sykraðra gosdrykkja. Hlutfall fullorðinna sem neytir sykraðra gosdrykkja einu sinni á dag eða oftar

Neysla sykurlausra gosdrykkja. Hlutfall fullorðinna sem neytir sykurlausra gosdrykkja einu sinni á dag eða oftar

Neysla orkudrykkja. Hlutfall fullorðinna sem neytir orkudrykkja einu sinni á dag eða oftar

Virkur ferðamáti. Hlutfall fullorðinna sem hjólar eða gengur þrisvar sinnum í viku eða oftar til vinnu eða skóla

Lítil röskleg hreyfing. Hlutfall fullorðinna sem stundar miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í eina klukkustund eða minna á viku

Áfengisdrykkja. Hlutfall fullorðinna sem hefur drukkið a.m.k. eitt glas af áfengum drykk einu sinni í viku eða oftar síðustu 30 daga

Ölvunardrykkja. Hlutfall fullorðinna sem hefur drukkið 5 eða fleiri áfenga drykki einu sinni eða oftar síðustu 30 daga

Reykja daglega. Hlutfall fullorðinna sem reykir daglega

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis