Sjúkrahús - tölur

Sjá stærri mynd

Tölur um notkun á sjúkrahúsaþjónustu byggja á Vistunarskrá heilbrigðisstofnana. Skránni var komið á fót árið 2003 en hún inniheldur upplýsingar um þá einstaklinga sem leita til sjúkrahúsa í landinu, heilsufarsvanda þeirra og úrlausnir. 

Skráin nýtist til þess að fylgjast með umfangi og notkun þjónustunnar, með tíðni sjúkdóma og úrlausna og til samanburðar milli stofnana og landa. 

Skráin á stoð sína í lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 og eru gögn kölluð inn í skrána í samræmi við fyrirmæli landlæknis um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga.  

Síðast uppfært 25.06.2021