Óvænt atvik - tölur

Sjá stærri mynd

Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu ber að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu og alvarleg atvik skal tilkynna til embættisins án tafar. 

Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. 

Heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu eiga samkvæmt lögunum að senda landlækni reglulega yfirlit um öll óvænt atvik eftir nánari ákvörðun landlæknis.

Hér til hægri er að finna talnaefni um skráð óvænt atvik í heilbrigðisþjónustunni síðustu tvö árin.

Síðast uppfært 22.05.2017