Mannafli - tölur

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis safnar á ári hverju upplýsingum um fjölda starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Embættið sendir þessar tölur í Landshagi Hagstofu Íslands sem og hina ýmsu alþjóðlegu gagnagrunna.

Embætti landlæknis heldur auk þess rafrænar skrár um fjórar heilbrigðisstéttir. Í skránum er að finna upplýsingar um alla læknatannlækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður sem hafa leyfi til að starfa á Íslandi. Læknaskrá inniheldur auk þess upplýsingar um læknanema og læknakandídata sem fengið hafa læknanúmer, ásamt upplýsingum um tímabundin lækningaleyfi.

Upplýsingum úr starfsgreinaskrám er dreift til heilbrigðisstofnana og lyfjaverslana einu sinni í mánuði. Þær nýtast m.a. við skráningu á heilbrigðisstofnunum, við eftirlit og til tölfræðilegrar greiningar. 

Síðast uppfært 28.02.2018