Mannafli - tölur

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis safnar á ári hverju upplýsingum frá stéttarfélögum um fjölda starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Embættið sendir þessar tölur í Landshagi Hagstofu Íslands sem og hina ýmsu alþjóðlegu gagnagrunna.

Embætti landlæknis heldur auk þess starfsleyfaskrá  en hún inniheldur gögn um alla heilbrigðisstarfsmenn sem fengið hafa leyfi til að starfa innan heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Upp úr starfsleyfaskrá eru m.a. unnar tölulegar upplýsingar um fjölda útgefinna almennra starfsleyfa og sérfræðileyfa.

Heilbrigðisstofnanir og lyfjaverslanir hafa rafrænan aðgang að upplýsingum í starfsleyfaskrá Embættisins landlæknis en gögn skrárinnar eru uppfærð daglega.

Síðast uppfært 28.03.2022