Kvartanir - tölur

Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 er landlækni skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustunnar og leiðbeina um málefni hennar.

Formleg kvörtun vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu þarf að vera skrifleg og skal tilefni hennar vera skýrt í þeim atriðum sem fram koma í þar til gerðu eyðublaði (sjá nánar Kvartanir til landlæknis).

Öll erindi er varða samskipti við veitendur heilbrigðisþjónustunnar og berast skriflega eru bókuð og tekin til afgreiðslu. Erindi sem berast gegnum síma eða tölvupóst og hægt er að leysa með einföldum hætti eru að jafnaði ekki skráð. Viðkomanda er leiðbeint um hvert hann skuli snúa sér varðandi hið tiltekna mál.

Frá og með 2011 hafa mál verið flokkuð sem kvartanir sem að efni til eru:

 • Erindi er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu.
   
 • Formlegar kvartanir, skv. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu.
   
 • Athugasemdir vegna heilbrigðisþjónustu, skv. 28. gr. laga um réttindi sjúklinga.
   
 • Erindi er varða ósk um að fá aðgang að sjúkraskrárupplýsingum skv. greinum í lögum um sjúkraskrár.
   
 • Mál er varða alvarlegt óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu sem valdið hefur sjúklingi alvarlegu tjóni og ábyrgðaraðila heilbrigðisstofnana eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er skylt að tilkynna til landlæknis, skv. 10. gr. um landlækni og lýðheilsu.

Fram að árinu 2011 voru fleiri mál en þau sem falla undir framangreind efnissvið flokkuð sem kvartanir. Því gefa tölur um kvartanir frá og með 2011 ekki raunhæfan samanburð við eldri tölur.

Taflan sýnir fjölda kvartana árin 2011 til 2013 samkvæmt nýju flokkuninni.

Kvartanir 2013 - Yfirlitstölur

Síðast uppfært 02.09.2014