Hjúkrunar- og dvalarrými - tölur

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis hefur yfirumsjón með framkvæmd færni- og heilsumats, bæði fyrir hjúkrunarheimili, dvalarheimili og rými á sambærilegum stofnunum. Embættið birtir árlega talnaefni um færni- og heilsumat ásamt tölum um hvíldarinnlagnir.

Með færni- og heilsumati er átt við faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa eftir því sem við á.

Í hverju heilbrigðisumdæmi er starfsrækt ein færni- og heilsumatsnefnd sem metur félagslegar aðstæður, heilsufar og andlegt ástand einstaklings auk færni í athöfnum daglegs lífs. Niðurstaða færni- og heilsumats gefur til kynna hversu mikil þörf er fyrir langtíma búsetu á hjúkrunar- og dvalarrýmum.

Síðast uppfært 03.05.2021