Heilsugæsla - tölur

Sjá stærri mynd

Tölur um notkun á heilsugæsluþjónustu byggja á Samskiptaskrá heilsugæslustöðva. Skránni var komið á fót árið 2004 en hún inniheldur upplýsingar starfsemi heilsugæslustöðva, tilefni samskipta við heilsugæslustöðvar, greiningar á heilsuvanda þeirra sem nýta þjónustu þessara stofnana og þær úrlausnir sem veittar eru.

Skráin nýtist til þess að fylgjast með umfangi og notkun þjónustunnar, með tíðni sjúkdóma og úrlausna og til samanburðar milli stofnana og landa.

Skráin á stoð sína í lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 og eru gögn kölluð inn í skrána í samræmi við tilmæli landlæknis um lágmarksskráningu á heilsugæslustöðvum og á læknastofum.

Síðast uppfært 09.11.2020