Aðgerðir - tölur

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis safnar og vinnur upplýsingar um aðgerðir frá ýmsum aðilum innan heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt ákvörðun landlæknis skal við skráningu aðgerða nota Norræna flokkun aðferða og aðgerða í skurðlækningum, NCSP (Nordic Classification of Surgical Procedures).

Upplýsingum um aðgerðir framkvæmdar á sjúkrahúsum landsins er safnað í Vistunarskrá heilbrigðisstofnana. Upplýsingum um aðgerðir sem framkvæmdar eru á heilsugæslustöðvum er safnaði í Samskiptaskrá heilsugæslu. Auk þessara tveggja skráa heldur Embætti landlæknis skrár yfir þungunarrof og ófrjósemisaðgerðir. Skrárnar eru allar ópersónugreinanlegar og er tilgangur þeirra fyrst og fremst að afla tölfræðilegra upplýsinga.

Síðast uppfært 20.12.2019