Aðgerðir - tölur

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis safnar og vinnur upplýsingar um aðgerðir frá ýmsum aðilum innan heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt ákvörðun landlæknis skal við skráningu aðgerða nota Norræna flokkun aðferða og aðgerða í skurðlækningum, NCSP (Nordic Classification of Surgical Procedures).

Upplýsingum um aðgerðir framkvæmdar á sjúkrahúsum landsins er safnað í Vistunarskrá heilbrigðisstofnana. Upplýsingum um aðgerðir sem framkvæmdar eru á heilsugæslustöðvum er safnaði í Samskiptaskrá heilsugæslu. Auk þessara tveggja skráa heldur Embætti landlæknis skrár yfir fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir á grundvelli laga nr. 25/1975. Skrárnar eru allar ópersónugreinanlegar og er tilgangur þeirra fyrst og fremst að afla tölfræðilegra upplýsinga.

Síðast uppfært 28.05.2018