Fæðingar - tölur

Sjá stærri mynd

Fæðingaskrá hefur verið haldin á kvennasviði Landspítala síðan 1972 en fram að þeim tíma voru allar fæðingatilkynningar sendar landlækni. Við hverja fæðingu er fyllt út eyðublað og upplýsingar sendar Fæðingaskrá og þjóðskrá.

Í Fæðingaskrá eru skráð ýmis fæðingafræðileg atriði, m.a. er varða meðferð í fæðingu, vandamál í fæðingu, inngrip og afbrigði fæðingar. Þá er fæðingastaður og stund skráð, meðgöngulengd, fyrri fæðinga, þyngd og lengd barna og sjúkdómsgreiningar.

Fæðingaskráin hefur gefið út ársskýrslu síðan 1995 og eru eldri skýrslur aðgengilegar á vef Landspítala. Nýjustu útgáfu ársskýrslunnar má finna hér.

Síðast uppfært 25.05.2022