Fæðingar - tölur

Sjá stærri mynd

Fæðingaskrá hefur verið haldin á kvennasviði Landspítala-háskólasjúkrahúss síðan 1972 en fram að þeim tíma voru allar fæðingatilkynningar sendar landlækni. Við hverja fæðingu er fyllt út eyðublað og upplýsingar sendar Fæðingaskrá og þjóðskrá.

Í Fæðingaskrá eru skráð ýmis fæðingafræðileg atriði, m.a. er varða meðferð í fæðingu, vandamál í fæðingu, inngrip og afbrigði fæðingar. Þá er fæðingastaður og stund skráð, meðgöngulengd, fyrri fæðinga, þyngd og lengd barna og sjúkdómsgreiningar.

Fæðingaskráin hefur gefið út ársskýrslu síðan 1995 og eru þær aðgengilegar á vef Landspítala.

Síðast uppfært 19.12.2019