Rannsóknir

Samkvæmt 4. gr. laga um landlækni og lýðheilsu ber landlækni að stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins. Ein leið til þess er að veita aðgang að gögnum úr gagnasöfnum embættis landlæknis. Er þar annars vegar um að ræða heilbrigðisskrár landlæknis, sem haldnar eru í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu en hins vegar gagnasöfn sem orðið hafa til vegna kannana sem framkvæmdar hafa verið. Einnig framkvæmir embættið og tekur þátt í fjölmörgum rannsóknum sem tengjast verksviðum stofnunarinnar, m.a. rannsóknina Heilsa og líðan Íslendinga.

Heilbrigðisskrár landlæknis byggja á samræmdri skráningu í heilbrigðisþjónustu og skipulegri gagnasöfnun á vegum embættis landlæknis. Skrárnar innihalda staðlaðar grunnupplýsingar sem gera það að verkum að hægt er að framkvæma ýmsar rannsóknir án mikils kostnaðar eða mannaflafrekrar gagnaöflunar. Þannig eru þær mikilvægur efniviður til vísindarannsókna, ýmist einar og sér eða í tengslum við önnur gögn. Yfirlit yfir heilbrigðisskrár landlæknis er að finna á vefsíðunni Gagnasöfn.

Aðgangur að gögnum er veittur í samræmi við reglur embættisins og viðeigandi lög og reglur.

Síðast uppfært 15.12.2020