Mælaborð lýðheilsu

Sjá stærri mynd

Mælaborð lýðheilsu birtir tölulegar upplýsingar er varða lýðheilsu í landinu með gagnvirkum og myndrænum hætti.

Lögð er áhersla á að birta skilgreinda lýðheilsuvísa sem teknir hafa verið saman til að auðvelda stjórnvöldum, heilbrigðisþjónustu og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum með tilliti til lýðheilsu.

Til þess að styðja lýðheilsustarf um allt land, þar með talið starf Heilsueflandi samfélags og Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla eru allir vísarnir reiknaðir niður á heilbrigðisumdæmi og níu stærstu sveitarfélögin.

Lýðheilsuvísar sem tengjast lifnaðarháttum:

 

Lýðheilsuvísar sem tengjast heilsu og sjúkdómum:

 

Aðrir lýðheilsuvísar:

Leiðbeiningar um notkun mælaborðsins

Mælaborðið verður uppfært reglulega og byggir m.a. á gögnum úr heilbrigðisskrám og könnunum landlæknis. Mælaborðið er í þróun og senda má tillögur og ábendingar á vedis@landlaeknir.is

Gögn á mælaborði lýðheilsu eru í eigu stjórnvalda og er öllum heimil afnot af þeim. Gögn eru birt með fyrirvara um breytingar/leiðréttingar.

Vinsamlegast getið heimildar með eftirfarandi hætti:

Embætti landlæknis. „Heiti á lýðheilsuvísi". Heiti á mælaborði, dagsetning þegar upplýsingar voru sóttar af vef og slóð á viðkomandi lýðheilsuvísi.

Dæmi: Embætti landlæknis. „Þunglyndislyfjanotkun, skilgreindir dagskammatar (DDD) fyrir hverja 1000 íbúa á dag". Mælaborð lýðheilsu. Sótt 23. mars 2018 af https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/maelabord/

Síðast uppfært 04.07.2019