Samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga (Register of Contacts with Medical Specialists in Private Practice)

Ábyrgðaraðili: Landlæknir

Vinnsluaðili: Landlæknir

Tilgangur: Að afla þekkingar um starfsemi sjálfstætt starfandi sérfræðinga, hafa eftirlit með þjónustunni, tryggja gæði hennar og meta árangur. Skráin nýtist meðal annars til þess að fylgjast með umfangi og notkun þjónustunnar, með tíðni sjúkdóma og meðferða.

Innihald: Tiltekin gögn um öll samskipti við þá sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem skilað hafa embættinu gögnum frá og með árinu 2008. Hingað til hafa aðeins verið kölluð inn gögn frá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum.

Tímabil: Gögn fyrir tímabilið 2008-2017

Uppruni gagna: Gögn með uppruna í sjúkraskrárkerfum sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum.

Skráningaratriði: Skráð er m.a. sveitarfélag lögheimilis, læknanúmer, dagsetning samskipta, tegund samskipta, tegund starfsmanns, tilefni, sjúkdómsgreiningar og úrlausnir, samkvæmt tilmælum landlæknis um lágmarksskráningu samskipta.

Sambærileg eða skyld gagnasöfn: Samskiptaskrá heilsugæslustöðva og vistunarskrá heilbrigðisstofnana. Skrá Sjúkratrygginga Íslands yfir komur til sérgreinalækna.

Úrvinnsla og birting:

Tölur um fjölda samskipta og önnur úrvinnsla hefur verið birt í Talnabrunni, rafrænu fréttabréfi embættis landlæknis um heilbrigðisupplýsingar.

Saga: Sérstakur gagnagrunnur samskiptaskrár var búinn til hjá embætti landlæknis árið 2008 og inniheldur gögn frá og með því ári.

Síðast uppfært 30.06.2022

<< Til baka