Starfsleyfaskrá (Register of Licenced Healthcare Practitioners)

Ábyrgðaraðili: Embætti landlæknis

Vinnsluaðili: Embætti landlæknis

Tilgangur: Að halda skrá yfir starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna, starfsleyfanúmer og önnur tiltekin atriði um þá einstaklinga sem fengið hafa leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, síðar heilbrigðisráðuneytis og nú landlæknis, til starfa sem heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi.

Innihald: Gögn um alla heilbrigðisstarfsmenn sem fengið hafa leyfi til að starfa innan heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Sérhver heilbrigðisstarfsmaður fær úthlutað einkvæmu auðkennisnúmeri sem helst óbreytt í skránni, jafnvel þó viðkomandi starfi ekki lengur sem heilbrigðisstarfsmaður. Sjá má lista yfir þær heilbrigðisstéttir sem embætti landlæknis heldur skrá yfir á vefsíðu embættisins. Starfsleyfaskrá er uppfærð í rauntíma.

Tímabil: Skrá yfir alla heilbrigðisstarfmenn sem nú hafa starfsleyfi og fengið hafa starfsleyfi frá því útgáfa starfsleyfa hófst hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, síðar heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis.

Uppruni gagna: Gögn frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, síðar heilbrigðisráðuneyti, sem veitti starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna til og með 31. mars 2008. Frá og með 1. apríl 2008 hefur útgáfa starfsleyfa til heilbrigðisstarfsmanna verið á vegum embættis landlæknis og fluttust gögnin þá frá ráðuneytinu til embættisins. Við frumgerð skráar yfir hjúkrunarfræðinga og skráar yfir ljósmæður voru gögn frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti lögð til grundvallar en að auki stuðst við gögn frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ljósmæðrafélagi Íslands.

Skráningaratriði: Einkvæmt númer heilbrigðisstarfsmanns, nafn, kennitala, kyn, starfsstétt, sérfræðileyfi og sérgrein ef við á, gildisdagssetning, útgáfuland starfsleyfis, prófland.

Sambærileg eða skyld gagnasöfn: Rekstraraðilaskrá.

Úrvinnsla og birting:

Skrá yfir alla heilbrigðisstarfsmenn með gilt starfsleyfi er aðgengileg á vef embættis landlæknis. Starfsleyfaskráin er uppfærð daglega. Tölfræði úr starfsleyfaskrá er einnig aðgengileg á vef embættisins.

Saga: Í mars 2016 var starfsleyfaskrá tekin í notkun og inniheldur hún upplýsingar um alla heilbrigðisstarfsmenn sem fengið hafa leyfi á Íslandi eftir að skráning hófst. Starfsleyfaskrá varð til við sameiningu fjölda skráa úr ýmsum áttum, sem hver um sig innhélt upplýsingar um tiltekna heilbrigðisstarfsstétt á Íslandi. Snemma árs 2020 var starfsleyfaskrá gerð aðgengileg öllum á vef embættis landlæknis. Opinber birting skrárinnar hafði margvíslegt hagræði í för með sér, einkum fyrir heilbrigðisstofnanir, lyfjaverslanir og aðra sem ráða heilbrigðisstarfmenn til starfa.

Síðast uppfært 29.08.2022

<< Til baka