Dánarmeinaskrá (Causes of Death Register)

Ábyrgðaraðili: Landlæknir

Vinnsluaðili: Landlæknir

Tilgangur: Að safna í eina skrá dánarorsökum hér á landi þar sem beitt er alþjóðlegum flokkunarkerfum til að kóða þau með samræmdum hætti. Skráin nýtist til þess að fylgjast með tíðni dánarmeina, til vöktunar á þróun þeirra hér á landi og með samanburði við önnur lönd.

Innihald: Skráð dánarmein, rafrænt frá og með árinu 1971.

Tímabil: Rafræn skráning dánarmeina hófst 1971, nú bætast við um 2000 færslur á ári.

Uppruni gagna: Frumrit dánarvottorða berast reglulega frá Þjóðskrá Íslands.

Skráningaratriði: Skráð eru persónuauðkenni, dánarmein o.fl. samkvæmt eyðublaði landlæknis fyrir dánarvottorð. Allar dánarorsakir og meðvirkandi sjúkdómsástand fyrir andlát hefur verið kóðað eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og dánarmeina, nú ICD-10, frá gildistöku þess árið 1996.

Sambærileg eða skyld gagnasöfn: Sambærilegar skrár eru haldnar í öllum löndum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin safnar gögnum á heimsvísu um dánarorsakir.

Úrvinnsla og birting:

Töflur um dánarorsakir eftir aldri og kyni eru birtar á vef landlæknis og sendar í alþjóðagrunna.

Saga: Sérstakur gagnagrunnur dánarmeina var búinn til hjá Embætti landlæknis árið 2012 en í honum eru hýst rafræn gögn frá árinu 1971. Gögn fyrir þann tíma eru til í útgefnum tölfræðiskýrslum Hagstofu Íslands (áður Þjóðskrár), ýmist á vegum eða í samstarfi við landlækni.

Síðast uppfært 06.12.2016

<< Til baka