Vistunarskrá heilbrigðisstofnana (Hospital Discharge Register)

Ábyrgðaraðili: Landlæknir

Vinnsluaðili: Landlæknir

Tilgangur: Að fá yfirlit yfir starfsemi heilbrigðisstofnana, heilsuvanda þeirra sem nýta þjónustu þessara stofnana og þær úrlausnir sem veittar eru. Skráin nýtist til þess að fylgjast með umfangi og notkun þjónustunnar, með tíðni tiltekinna sjúkdóma og úrlausna og til samanburðar milli stofnana og landa.

Innihald: Skilgreind gögn um allar legur á íslenskum heilbrigðisstofnunum frá og með árinu 1999. Gögn um starfsemi dag- og göngudeilda frá árinu 2010.

Tímabil: Rafræn skrá frá árinu 1999. Árleg innköllun gagna til 2010 en frá 2011 hafa heilbrigðisstofnanir sent gögn rafrænt í skrána og í rauntíma. Færslur frá legudeildum eru ríflega 40.000 á ári.

Uppruni gagna: Gögnum er safnað í rauntíma frá heilbrigðistofnunum þar sem þau eru skráð í sjúkraskrárkerfi (sjúklingabókhald).

Skráningaratriði: Skráð er m.a. auðkenni sjúkrastofnunar, tímabil legu, sjúkdómsgreiningar, skurðaðgerðir, o.fl. samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga.

Sambærileg eða skyld gagnasöfn: Samskiptaskrá heilgæslustöðva og samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sambærilegar skrár eru haldnar á Norðurlöndum.

Úrvinnsla og birting:

Töflur um legur og legudaga, sjúkdóma og aðgerðir eru birtar á vef landlæknis. Tölfræði úr vistunarskrá heilbrigðisstofnana er send í alþjóðagagnagrunna.

Saga: Sérstakur gagnagrunnur vistunarupplýsinga var búinn til hjá Embætti landlæknis árið 2003 en í honum eru hýst gögn aftur til ársins 1999. Fram til ársins 1998 önnuðust þáverandi Ríkisspítalar innslátt af pappírsgögnum frá öllum sjúkrahúsum.

Síðast uppfært 06.12.2016

<< Til baka