Færni- og heilsumatsskrá (Register of Nursing Home Pre-Admission Assessments)

Ábyrgðaraðili: Embætti landlæknis

Vinnsluaðili: Embætti landlæknis og Stiki ehf.

Tilgangur: Að miðla upplýsingum um mat á dvalarþörf einstaklinga á milli færni- og heilsumatssnefnda sem framkvæma matið og stofnana sem taka við einstaklingum til dvalar í hjúkrunar- eða dvalarrými. Skránni er einnig ætlað að veita yfirsýn yfir fjölda á biðlistum eftir landssvæðum, aldri, kyni og þjónustuþörf.

Innihald: Félags- og heilsufarsupplýsingar um aldraða sem óska eftir dvöl á öldrunarstofnun frá og með árinu 1992.

Tímabil: Rafræn skrá frá og með 1992.

Uppruni gagna: Færni- og heilsumatssnefndir í hverju heilbrigðisumdæmi, sem gera matið, skrá viðeigandi upplýsingar rafrænt beint í færni- og heilsumatsskrá.

Skráningaratriði: Dagsetning mats, félagslegar aðstæður, líkamlegt og andlegt atgervi, færni, sjúkómar, stigafjöldi úr mati, flokkun á þörf og óskir um dvalarstað.

Úrvinnsla og birting:

Reglubundin úrvinnsla sem nýtt hefur verið til eftirlits með biðlistum og framkvæmd færni- og heilsumats. Fyrirhugað er að birta reglulega úrvinnslu á vef landlæknis.

Saga: Allar umsóknir um færni- og heilsumat (áður vistunarmat) hafa verið færðar inn í rafræna Vistunarmatsskrá frá 1. janúar 1992, nú Færni- og heilsumatsskrá. Fyrstu árin var gagnasafnið hýst hjá SKÝRR hf en frá árinu 2003 hefur Stiki ehf hýst og rekið skrána samkvæmt samningi þar um. Ábyrgð á skránni var flutt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti til Embættis landlæknis síðla árs 2006.

Síðast uppfært 21.12.2016

<< Til baka