Slysaskrá (Accident Register)

Ábyrgðaraðili: Landlæknir

Vinnsluaðili: Landlæknir

Tilgangur: Að fá yfirlit yfir öll slys á Íslandi eftir tegundum, aldri, kyni, staðsetningu o.fl. Skráin nýtist til forvarnastarfs og stefnumótunar auk þess sem hún veitir möguleika á ítarlegri rannsóknum á slysum.

Innihald: Lágmarksupplýsingar um slys, um slasaða einstaklinga og eignatjón.

Tímabil: Formleg skráning hófst 1. október 2001 en tölur hafa verið gefnar út frá því í apríl 2002. Skráningaraðilum hefur fjölgað stöðugt frá upphafi skráningar.

Uppruni gagna: Tilteknum gögnum er varpað úr skráningarkerfum þeirra sem taka þátt í skránni, þ.e. sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, lögreglu, Vinnueftirlits og tryggingafélaga. Skráð er rafrænt í skrána í rauntíma.

Skráningaratriði: Um slysið er skráð: dagsetning, tími, slysaflokkur, sveitarfélag og athugasemd. Um einstaklinginn er skráð: kennitala, kyn og athugasemd. Um ökutæki er skráð: fastanúmer, eignatjón og athugasemd.

Sambærileg eða skyld gagnasöfn: Öll slys fá einkvæmt atburðarnúmer sem skráist einnig í skráningarkerfi þeirra sem senda gögn í skrána. Við þetta skapast tengsl milli miðlægu skrárinnar, Slysaskrár Íslands, og gagnasafna þeirra sem senda gögn í skrána. Þessi tengsl gera það að verkum að hægt er að vinna sértækar rannsóknir með gögnum úr SÍ og tengdum gagnasöfnum þegar þörf krefur.

Úrvinnsla og birting:

Reglubundin úrvinnsla er birt á vef Embættis landlæknis. Fyrir hvert skráningarár eru birtar ítarlegar tölur en önnur úrvinnsla er eftir þörfum.

Saga: Með lögum nr. 33/1994 um slysavarnaráð var ráðinu gert að samræma skráningu slysa hér á landi. Embætti landlæknis og slysavarnaráð hafa síðan haft frumkvæði að þeirri samræmingu með gerð og þróun hins miðlæga gagnabanka Slysaskrár Íslands. Formleg skráning hófst í Slysaskrá þann 1. október 2001 en tölur eru gefnar út frá 1. apríl 2002. Árið 2003 var því fyrsta heila skráningarárið sem birt var á vefsetri Embættis landlæknis.

Síðast uppfært 04.11.2020

<< Til baka