Samskiptaskrá heilsugæslustöðva (Register of Primary Health Care Contacts)

Ábyrgðaraðili: Landlæknir

Vinnsluaðili: Landlæknir

Tilgangur: Að fá yfirlit yfir starfsemi heilsugæslustöðva, tilefni samskipta við heilsugæslustöðvar, greiningar á heilsuvanda þeirra sem nýta þjónustu þessara stofnana og þær úrlausnir sem veittar eru. Skráin nýtist til þess að fylgjast með umfangi og notkun þjónustunnar, með tíðni sjúkdóma og úrlausna og til samanburðar milli stofnana og landa.

Innihald: Tiltekin gögn um öll samskipti við allar heilsugæslustöðvar frá og með árinu 2004. Skráin inniheldur upplýsingar um notkun á þjónustu heilsugæslunnar.

Tímabil: Rafræn skrá frá árinu 2004. Árleg innköllun gagna. Um 1.500.000 færslur á ári.

Uppruni gagna: Rafrænum gögnum safnað árlega frá heilsugæslustöðvum þar sem þau eru skráð í upplýsingakerfi hverrar stöðvar.

Skráningaratriði: Skráð er m.a. sveitarfélag lögheimilis, heilsugæslustöð, dagsetning samskipta, tegund samskipta, tegund starfsmanns, tilefni, sjúkdómsgreiningar og úrlausnir, samkvæmt tilmælum landlæknis um lágmarksskráningu samskipta.

Sambærileg eða skyld gagnasöfn: Vistunarskrá heilbrigðisstofnana og samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sambærileg skrá er t.d. haldin í Danmörku.

Úrvinnsla og birting:

Tölur um fjölda samskipta og önnur úrvinnsla er birt á vef landlæknis. Tölfræði úr samskiptaskrá heilsugæslustöðva er send í alþjóðagrunna.

Gögn úr skránni eru notuð til þess að reikna þyngdarstuðul heilsugæslustöðva sem er notaður í fjármögnunarkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem tekið var í notkun í ársbyrjun 2017. Þyngdarstuðulinn byggir á ACG-flokkunarkerfinu sem metur sjúkdómabyrði einstaklinga, sjá nánar: Útreikningar á þarfavísitölu heilsugæslustöðva og gæðaviðmiðum

Saga: Sérstakur gagnagrunnur samskiptaskrár var búinn til hjá Embætti landlæknis árið 2005 og inniheldur gögn frá árinu 2004. Fram til ársins 2003 safnaði landlæknir tölfræðilegri samantekt frá heilsugæslustöðvum í formi ársskýrslu sem birt var í Heilbrigðisskýrslum.

Síðast uppfært 02.03.2017

<< Til baka