Þungunarrofsskrá (Register of Terminations of Pregnancy)

Ábyrgðaraðili: Landlæknir

Vinnsluaðili: Landlæknir

Tilgangur: Að fylgjast með tíðni þungunarrofa á Íslandi eftir tímabilum, aldurshópum o.fl. og bera tíðni saman við önnur lönd. Upplýsingar úr skránni eru leiðbeinandi í forvarnarstarfi.

Innihald: Tiltekin gögn um öll þungunarrof á Íslandi frá og með 1984.

Tímabil: Rafræn skrá frá og með 1984.

Uppruni gagna: Skráðar eru ákveðnar upplýsingar af umsóknareyðublöðum.

Skráningaratriði: Aldur, sveitarfélag, staða á vinnumarkaði, hjúskaparstaða, getnaðarvarnir, ástæður fyrir þungunarrofi, aðgerðarstaður, dagsetning og tegund aðgerðar.

Sambærileg eða skyld gagnasöfn: Sambærilegar skrár eru haldnar á Norðurlöndum.

Úrvinnsla og birting:

Reglubundin úrvinnsla er birt á vef landlæknis. Tölfræði úr þungunarrofsskrá er send í alþjóðagagnagrunna.

Saga: Skrá um þungunarrof hefur verið haldin hjá Embætti landlæknis frá 1984. Árið 2002 var gerður nýr gagnagrunnur til skráningar og ákveðið að skrá ekki lengur kennitölur einstaklinga í grunninn. Þegar eldri gögn voru flutt í nýju skrána var kennitölum eytt.

Síðast uppfært 02.12.2019

<< Til baka