Gagnasöfn

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis heldur skrár á landsvísu um ýmsa þætti heilsufars og heilbrigðisþjónustu. Lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 kveða á um skyldu landlæknis til að safna upplýsingum með skipulegum hætti, vinna úr þeim, varðveita þær, miðla þeim og skapa þannig grundvöll fyrir eftirlit, gæðaþróun og rannsóknir. Í sóttvarnalögum nr. 19/1997 kemur fram að sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að halda smitsjúkdómaskrá en upplýsingar í skránni  eru m.a. nauðsynlegar til stuðnings sóttvarnastarfi og faraldsfræðrannsóknum. Lesa meira.

Síðast uppfært 11.03.2020