SKAFL.is

Vefurinn SKAFL.is (www.skafl.is) birtir alþjóðleg flokkunarkerfi til skráningar í heilbrigðisþjónustu. SKAFL er skammstöfun fyrir Stöðluð kóðun í alþjóðlegum flokkunarkerfum Landlæknis. Flokkunarkerfin hafa verið aðgengileg á rafrænu formi um árabil á vef embættisins, en birtingarformið hefur ekki gert þeim full skil. Þar hefur t.d. vantað skýringartexta, millivísanir og frávísanir eins og við á hverju sinni. Af þessum sökum hafa vefskrárnar ekki getað komið að fullu í stað bóka.

Flokkunarkerfi eru notuð t.d. til að auðkenna sjúkdómsgreiningar, ýmis inngrip, svo sem skurðaðgerðir til skráningar á hjúkrunargreiningum og úrlausnum, ásamt skráningu á færni og fötlun. Öll rafræn skráning í íslenskri heilbrigðisþjónustu byggir á aðgengilegum og viðeigandi alþjóðlega viðurkenndum flokkunarkerfum. Stór hluti starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar notar flokkunarkerfi daglega við skráningu, þ.á m. læknar, hjúkrunarfræðingar og læknaritarar, en fleiri heilbrigðisstéttir hafa þörf fyrir kóðuð flokkunarkerfi við sína skráningu.

Vef þessum er ætlað að auðvelda þau störf, en rafræn birting tryggir einnig bætta dreifingu á uppfærslum og viðbótum. Vefurinn SKAFL.is getur unnið með sjúkraskrárhugbúnaði sé hann til þess gerður.

Vefurinn birtir öll flokkunarkerfi sem landlæknir hefur mælt  fyrir um að nota skuli í íslenskri heilbrigðisþjónustu, að undanskyldu ATC flokkunarkerfi fyrir lyf sem Lyfjastofnun birtir.

Lesa nánar: Leiðbeiningar um notkun vefsins SKAFL.is

Höfundarréttur flokkunarkerfa ©
Öll flokkunarkerfi á vef embættisins eru varin höfundarréttarlögum. Embætti landlæknis hefur leyfi eigenda höfundarréttar til þýðingar og dreifingar á þessum flokkunarkerfum innanlands. Útgáfa á prenti er háð viðbótarskilmálum. Sjá nánar fyrir hvert flokkunarkerfi um rétthafa. 

Síðast uppfært 09.11.2020