NCSP

Norræn flokkun aðferða og aðgerða í skurðlækningum (NCSP, NOMESCO Classification of Surgical Procedures) er samnorrænt flokkunarkerfi sem byggir á hefðum í skurðlækningum á Norðurlöndunum. Kerfið er gefið út af Norræna heilbrigðistölfræðiráðinu, NOMESCO.

Flokkunarkerfið samanstendur af 15 aðalköflum skurðaðgerða, sem raðað er eftir starfrænni líffærafræði líkamans, fjórum aukaköflum sem innihalda aðferðir til rannsókna og meðferðar í tengslum við skurðaðgerðir, og loks einum kafla með viðbótarlýsingum, sem eiga við hina kaflana. NCSP-kóðarnir samanstanda af þremur bókstöfum og tveimur tölustöfum.

NCSP flokkunarkerfið hefur verið í notkun á Íslandi síðan 1997 og inniheldur nokkra íslenska viðaukakóða svokallaða V-kóðasem m.a. eru notaðir til að lýsa hjartaþræðingum o.fl. NCSP kerfið er endurskoðað árlega en þýðingum og leiðréttingum er bætt inn oftar.

NCSP. Um uppfærslu 2014

NCSP flokkunarkerfið, sem verið hefur í notkun á Íslandi, er þýðing enskrar útgáfu kerfisins, en hún er sameiginleg grunnútgáfa flokkunarkerfisins fyrir öll Norðurlöndin. Enska útgáfu NCSP er að finna í pdf-skjali á vef NOMESCOJafnframt er hægt að kaupa enska útgáfu bókarinnar í gegnum NOMESCO.

Íslenska útgáfan er birt á vefnum skafl.is (sjá í ramma hér til hægri). 


© Nordic Medico-Statistical Committee (NOMESCO) á höfundarrétt á NCSP útgáfunni. Örn Bjarnason á höfundarrétt á íslenskum þýðingu NCSP.

Síðast uppfært 19.03.2014