ICF

Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu (ICF eða International Classification of Functioning, Disability and Health) var gefið út á íslensku árið 2015.

Flokkunarkerfið er gert fyrir samræmda skráningu á heilsutengdri færni og færniskerðingu og lýsir færni frá ólíkum sjónarhornum, svo sem hreyfigetu eða félagslegri aðlögun. Uppbygging þess beinir sjónum að samspili milli heilsufars, færni og aðstæðna.

ICF-flokkunarkerfið er gefið út af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem heldur sérstaka vefsíðu um ICF.

Þýðing ICF er samstarfsverkefni embættis landlæknis og Háskólans á Akureyri.

Frumgerð þýðingarinnar er birt á vef embættisins www.skafl.is og er þar hægt að fletta í ICF og leita í texta.

Sjá nánar um hugmyndafræðilega uppbyggingu í kynningarskjali um ICF og útskýringum á almennum hugtökum ICF.

Æskilegt er að allir sem hafa hug á að nýta ICF í starfi sínu kynni sér hugmyndafræði þess og hugtök og rýni þær þýðingar sem notaðar eru í frumgerðinni.

Fyrsta útgáfa ICF á bókarformi kom út snemma árs 2016.

 

Síðast uppfært 09.11.2020