Tóbakslausir bekkir fá gjöf

03.04.19
Tóbakslaus bekkur spil 2019

Um 4000 nemendur í 7., 8. og 9. bekk grunnskóla sem taka þátt í verkefninu Tóbakslaus bekkur fá spilastokk að gjöf frá Embætti landlæknis. Nemendurnir eru í u.þ.b. 200 bekkjum víðsvegar um landið. Gjöfin á nú að hafa borist öllum og kemur vonandi að góðum notum.

Aukavinningar einnig dregnir út

Nýlega voru einnig dregnir út tveir bekkir sem fá sendan aukavinning en það er annar útdráttur vinninga á skólaárinu. Að þessu sinni fá nemendur vinningsbekkjanna og kennarar þeirra húfur frá 66°Norður.
Eftirtaldir bekkir duttu í lukkupottinn:

Holtaskóli 8. SBS
Lindaskóli 8.AH

Lokaskil verkefna 26. apríl

Þátttakendur eru minntir á að síðasti dagur til að skila inn verkefnum er föstudagurinn 26. apríl næstkomandi.

Samtals tíu bekkir sem senda inn lokaverkefni vinna til verðlauna. Upphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum og er því fé ráðstafað eins og bekkurinn sjálfur kýs að gera.

Eingöngu er tekið við lokaverkefnum á tölvutæku formi. Æskilegt er að myndbrot séu ekki lengri en 10 mínútur. Verkefnin geta verið með ýmsu móti, t.d. veggspjöld, auglýsingar, stuttmyndir eða fræðsluefni um tóbaksvarnir.

Áréttað er að það er ekki skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu Tóbakslaus bekkur að skila inn lokaverkefni. Eftir miðjan maí verða úrslitin kynnt.

Nánari upplýsingar: Tóbakslaus bekkur

Hægt er að skoða lokaverkefni verðlaunahafa síðasta skólaárs í frétt um úrslitin 14. maí 2018.


<< Til baka


Quick Navigation