Tóbakslausir bekkir vinna húfur frá 66° Norður

29.01.16
HúfurVinningsgjöfin. Húfur frá 66° Norður

Dregnir hafa verið út tveir bekkir sem taka þátt í verkefninu Tóbakslaus bekkur og fá þeir nú sendan aukavinning. Að þessu sinni fá nemendur vinningsbekkjanna og kennarar þeirra húfur frá 66° Norður.

Eftirtaldir bekkir duttu í lukkupottinn:

• Áslandsskóli, 7. HF Undraheimar
• Rimaskóli, 8. ER

Annar útdráttur í apríl
Annar útdráttur verður 29. mars 2016, en þá verða dregnir út fleiri bekkir sem einnig fá húfur í verðlaun.

Undirritun samninga
Við viljum hvetja alla sem ekki hafa sent inn undirritaðan samning til að gera það. Fljótlega verða samningarnir sendir til baka, undirritaðir af Embætti landlæknis.

Einnig er minnt á staðfestingarnar um að bekkurinn sé tóbakslaus sem senda þarf inn fimm sinnum yfir tímabilið.

Lítil gjöf til allra
Að lokum skal þess getið að „litla gjöfin", sem allir þátttakendur fá, verður send öllum þátttökubekkjum í mars.

Baráttukveðjur til tóbakslausra bekkja!

 

Viðar Jensson
verkefnisstjóri


<< Til baka


Quick Navigation