Tóbakslaus bekkur 2015–2016. Skráning er hafin

06.10.15
Tóbakslaus bekkur 2015–2016. Veggspjald

Hin árlega samkeppni Tóbakslaus bekkur er að hefjast og er hún nú haldin hér á landi í sautjánda sinn.

Skráning er hafin og þarf að skrá bekki í síðasta lagi 16. nóvember 2015.

Öllum sjöundu, áttundu og níundu bekkjum í grunnskólum landsins stendur til boða að taka þátt í samkeppninni ef enginn nemandi í viðkomandi bekk notar tóbak. Þetta er í annað árið sem níunda bekk gefst kostur á að taka þátt í keppninni.

Þátttaka í samkeppninni hefur alltaf verið mjög góð og er vonast til þess að svo verði einnig í ár. Allir nemendur fá litla gjöf eftir áramót sem umbun fyrir þátttöku. Í lok janúar og mars verða dregnir út nokkrir bekkir sem vinna húfur frá 66° Norður.


Tíu bekkir fá verðlaun
Alls tíu bekkir sem senda inn lokaverkefni vinna til verðlauna. Þeir bekkir sem velja að senda inn lokaverkefni geta unnið fé til að ráðstafa eins og bekkurinn sjálfur kýs að gera. Upphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum.

Möguleika á að vinna til verðlauna eiga aðeins þeir bekkir sem senda inn lokaverkefni. Verkefnin geta verið með ýmsu móti, t.d. veggspjöld, auglýsingar, stuttmyndir eða fræðsluefni um tóbaksvarnir.

ATH! Myndbönd mega ekki vera lengri en tíu mínútur.

Úrslitin verða tilkynnt eftir miðjan maí 2016.

Hægt er að skoða lokaverkefni verðlaunahafa í síðustu samkeppni í frétt um úrslitin 15. maí 2015.

Skráning og allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu keppninnar: Tóbakslaus bekkur

 

Viðar Jensson
Verkefnisstjóri tóbaksvarna


<< Til baka


Quick Navigation